Myllan lækkar verð vegna gengisbreytinga

Myllan hefur lækkað öll verð vegna lækkunar á gengi evrunnar
Myllan hefur lækkað öll verð vegna lækkunar á gengi evrunnar mbl.is/Golli

Myll­an hef­ur ákveðið að lækka verð á öll­um vör­um fyr­ir­tæk­is­ins um 2-3% á þriðju­dag. Ástæðan er lækk­un geng­is evru gagn­vart krón­unni. Að sögn Björn Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra markaðssviðs Myll­unn­ar, veit hann til þess að fleiri fyr­ir­tæki sem tengj­ast móður­fé­lag­inu Íslensk am­er­íska vinna með sama hætti, það er að breyta verði í sam­ræmi við þróun geng­is.

Björn seg­ir að verðlækk­un­in gildi fyr­ir alla viðskipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins. Hann seg­ir Myll­una vera nán­ast al­gjör­lega tengda evr­unni hvað varðar inn­kaup á vöru og hrá­efni. Hann seg­ir að á hverju fimmtu­dags­há­degi sé staðan á geng­inu tek­in og  ákveðið hvort breyta þurfi verðum. 

„Þegar allt fór hér á verri veg í þjóðfé­lag­inu og krón­an lækkaði þá urðum við að fylgj­ast mjög grannt með. Í raun miklu nán­ar held­ur en þegar það var stöðugt," seg­ir Björn. Hann seg­ir að þá hafi Myll­an gefið út þessa reglu til viðskipta­vina sinna að í há­deg­inu á fimmtu­dög­um yrði staðan á geng­inu skoðuð og „epli bor­in sam­an við epli". Þetta hafi verið gert með fyr­ir­vara um 5% sveiflu á geng­inu. Ef evr­an lækkaði um 5% þá var lækk­un en ef evr­an hækkaði um 5% þá hækkaði Myll­an sitt verð.

Nú hafði evr­an lækkað um 5,4% frá síðasta viðmiði  og þá hafi sú ákvörðun verið tek­in að lækka verð. Björn seg­ir að viðskipta­vin­ir Myll­unn­ar séu mjög ánægðir með þessa ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert