Skýr krafa um fordómalaust uppgjör

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl/Sigurður Bogi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði á morgunfundi SA að forsendur fyrir sátt í atvinnulífinu væri „skýr krafa um fordómalaust uppgjör við fortíðina“, með áherslu á siðferðislega og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Taldi hann við hæfi að yfirskrift erindis síns á 94 ára afmælisdegi ASÍ væri „Við viljum vinna."

Óveðursský hrannast upp vegna Icesave

Gylfi sagði afar brýnt að setja sér niður reglur um hvað ætti að vera atvinnulífinu til leiðsagnar, til að forðast sömu ógöngur og atvinnulífið lenti í árið 2008 og í aðdraganda þess. Meðal annars væri skýr krafa uppi um meira réttlæti í lausnum á skuldavanda heimilanna, krafa um bráðaaðgerðir í atvinnumálum. „Við verðum að lifa af skammtímann til að njóta þeirra gæða sem kunna að verða í framtíðinni," sagði Gylfi og taldi óveðurský hafa verið að hrannast upp á meðan Icesave væri óleyst.

Á meðan væri endurskoðun AGS í uppnámi, lán fengjust ekki frá vinaþjóðum, fjármálamarkaði væru Íslandi lokaðir, illmögulegt að fjármagna stórframkvæmdir og ganga frá endurfjármögnun eldri lána. Vextir hækkuðu og við bættist vandræðagangur í ákvarðanatöku. Allt væri þetta til að draga úr þróttinum í efnahagslífi landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert