„Enginn ætti að græða á Icesave"

InDefence menn virðast sáttir með för sína til Hollands.
InDefence menn virðast sáttir með för sína til Hollands. Ómar Óskarsson

„Þeir spurðu hvassra spurn­inga,“ sagði Ragn­ar Ólafs­son sem fór ásamt Magnúsi Árna Skúla­syni og Davíð Blön­dal, á veg­um InD­efence hóps­ins á fund  með fjór­um þing­mönn­um í fjár­laga­nefnd hol­lenska þings­ins sl. þriðju­dag. 

„Fund­ur­inn var gagn­leg­ur og við gát­um komið að okk­ar helstu punkt­um  Til dæm­is um að þeir væru að græða á vöxt­un­um en þeir tóku strax vel við sér þar og  sögðu að eng­inn ætti að græða. Sá punkt­ur kom líka fram í umræðum á hol­lenska þing­inu síðar, sem ef til vill má rekja til fund­ar­ins með okk­ur.“

Ragn­ari sagði að sér væri efst í huga að það væri mikið svig­rúm til að auka og dýpka skiln­ing Hol­lend­inga á sjón­ar­miðum Íslend­inga í þessu máli.  „Við fór­um yfir helstu atriðin en hefðum viljað fá lengri tíma til þess að velta hlut­un­um fyr­ir okk­ur í sam­ein­ingu.“

Yf­ir­lýst mark­mið InD­efence með fund­in­um var að „kynna laga­lega og efna­hags­lega stöðu Ices­a­ve máls­ins og af­stöðu hóps­ins, auk þess að ræða for­dæma­laus­ar aðstæður Íslands sem vitnað er til í hinum svo­kölluðu Brus­sel viðmiðum sem þjóðirn­ar þrjár og Evr­ópu­sam­bandið und­ir­rituðu í nóv­em­ber 2008.“

Þegar spurt er hvað fund­ur­inn skilji eft­ir seg­ir Ragn­ar það í fyrsta lagi mikla löng­un til að tala aft­ur við hol­lensku þing­menn­ina. InD­efence telji sig hafa komið þeim punkti áleiðis að það ætti eng­inn að græða á Ices­a­ve. Þeir séu núna kom­ir í sam­skipti við þing­menn­ina í gegn­um tölvu­pósta og annað og hvetji þing­menn hér­lend­is til að ræða þetta beint. Til þess að fá raun­veru­leg­an skiln­ing á mál­inu þurfi menn að tala sam­an í góðu tómi.

Seg­ir margt hafa komið hol­lensku  þing­mönn­un­um á óvart

Ragn­ar seg­ir að þing­mönn­un­um hafi þótt eft­ir­tekt­ar­vert að niðurstaða  þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um Ices­a­ve væri næst­um því jafn af­ger­andi og þegar var kosið var um stofn­un lýðveld­is­ins árið 1944. Þá virt­ist sem ým­is­legt hefði komið þing­mönn­un­um á óvart.

Til dæm­is þegar vitnað var til um­mæla Wou­ter Bos, fyrr­um fjár­málaráðherra Hol­lend­inga þar sem hann sagði að inn­stæðutrygg­inga­kerf­in hefðu ekki verið hönnuð fyr­ir kerf­is­hrun held­ur fall ein­staka banka. Þeir hafi látið lesa það fyr­ir sig þris­var. „Þetta virt­ist vera nýtt fyr­ir þeim þannig að það gæti verið áhuga­vert ef fleiri gerðu sér  far um að út­skýra rök­semd­ir Íslend­inga í mál­inu beint fyr­ir  þing­mönn­un­um til að fá gagn­kvæm­an skiln­ing . Þá fannst mér fannst til dæm­is ekki ljóst hjá þeim hvernig lagt var upp með for­send­ur inn­stæðusjóðanna.  Það er að þeir hefðu ekki verið hannaðir fyr­ir svona stór áföll.“

Þing­menn­irn­ir vísuðu til ís­lenskra fræðimanna

Þegar spurt er um þekk­ingu hol­lensku þing­mann­anna af mál­inu seg­ir Ragn­ar að svo virt­ist sem mynd þeirra af mál­inu væri ófull­kom­in. Það væri mun­ur á því hvort menn héldu að Íslend­ing­ar ætluðu ekk­ert að leggja til lausn­ar­inn­ar og svo því þegar búið væri að út­skýra að þjóðar­at­kvæðagreiðslan sner­ist um þenn­an til­tekna samn­ing. Það væri þá kom­inn grund­völl­ur til að skoða málið upp á nýtt á fersk­um grunni. 

„Þeir vísuðu til ís­lenskra fræðimanna sem töldu að skuld­in yrði á end­an­um svipuð þeim upp­hæðum sem  önn­ur hafa líka þurft að leggja til, til að bjarga sín­um banka­kerf­um. En þar vantaði al­ger­lega inn í mynd­ina áhætt­an sem fylgi slík­um út­reikn­ing­um  og tók­um við nokk­urn tíma í að leiðrétta þar rang­ar for­send­ur.“

Ragn­ar seg­ir hol­lensku þing­menn­ina greini­lega hafa orðið hugsi þegar þeir voru spurðir hvort Hol­lend­ing­ar hefðu sjálf­ir ekk­ert greitt út til inn­stæðueig­enda ef þeir hefðu ekki átt von á að fá end­ur­greitt fá Íslend­ing­um, enda voru þeir í reynd að bjarga eig­in banka­kerfi.

Spurðu hvort InD­efence hefðu lausn á Ices­a­ve

Ragn­ar seg­ir fund­inn hafa verið heiðarleg­an og  þeir hafi að sjálf­sögðu haft visst frelsi til að tjá sig þar sem þeir séu hvorki í samn­inga­nefnd né komi fram fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sam­ræðurn­ar hafi orðið frjáls­legri fyr­ir vikið sem Ragn­ar taldi fyr­ir gagn­legt báða aðila

„Hol­lensku þing­menn­irn­ir spurðu hvort við sæj­um ein­hverja lausn á Ices­a­ve deil­unni en við sögðum að við vild­um frek­ar ræða for­send­ur og grunn­atriði. Við vær­um ekki rík­is­stjórn Íslands og hlut­verk okk­ar aðeins að kynna málið frá okk­ar sjón­ar­horni.“

Útil­ok­ar ekki að fara á fund breskra þing­manna

Ragn­ar seg­ir þetta fyrsta op­in­bera fund­inn sem ís­lensk­ir aðilar eiga með þing­mönn­um í Hollandi til að ræða Ices­a­ve málið. Aðspurður seg­ir hann ekki úti­lokað að eiga álíka fund með þing­mönn­um Breta en enn sem komið er sé slíkt bara hug­mynd.  

Þing­menn­irn­ir sem InD­efence sendi­menn­irn­ir hittu eru Tang, van Dijck, Irr­gang og Eli­as sem sitja ásamt  fleir­um í fjár­laga­nefnd Hol­lend­inga. Ragn­ar sagði í lok­in að hóp­ur­inn væri þakk­lát­ur fyr­ir að fengið tæki­færi til að hitta hol­lensku þing­menn­ina og koma sín­um sjón­ar­miðum varðandi Ices­a­ve á fram­færi.

Ragnar Ólafsson
Ragn­ar Ólafs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert