Pólitísk óvissa er gríðarleg í einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar um þessar mundir. Ástæðan er sú að sumir stjórnmálaflokkar, sem vilja láta taka sig alvarlega, hafa haft það á stefnuskrá sinni að svipta útvegsmenn aflaheimildum og flytja eignarhald á honum til ríkisins með svokallaðri fyrningarleið. Þetta kemur fram í ályktun SUS um fyrningarleiðina.
Þannig myndi ríkið stofna til bótaskyldu sem gæti numið hundruðum
milljarða króna. Þjóðin þyrfti því að gjalda það dýru verði ef fyrningarleið væri farin, segir ennfremur í ályktun SUS.