Svört skýrsla um fuglalífið

Álftir á Tjörninni í vetur
Álftir á Tjörninni í vetur mbl.is/Ómar Óskarsson

Ástand mála þegar kemur að fuglaríki Tjarnarinnar í Reykjavík er óviðunandi og sinnuleysi borgaryfirvalda í garð fuglanna í engu samræmi við mikilvægi þeirra fyrir borgarbúa. Þetta er niðurstaða tveggja fuglafræðinga í nýrri vöktunarskýrslu sem umhverfis- og samgöngusvið lætur gera árlega.

Í skýrslu Ólafs K. Nielsen og Jóhanns Óla Hilmarssonar kemur fram að gargöndin sé nær horfin sem varpfugl, æðarfugli og duggönd hafi snarfækkað og þessar tegundir muni að öllu óbreyttu hverfa á næstu árum. Aðeins tvær tegundir eru í góðu gengi, en þær eru stokkönd og skúfönd. Segja þeir að ítrekað hafi verið bent á þetta í ársskýrslum um Tjarnarfugla síðustu ár en viðbrögð borgaryfirvalda einkennst af tómlæti og áhugaleysi.

Skýrsluhöfundar benda á að ræktunarstarfið í fuglalífi Tjarnarinnar hafi verið í mestum blóma 1956-86, en kaflaskipti orðið þegar síðasti Tjarnareftirlitsmaðurinn, einnig nefndur andapabbi, hætti störfum 1986 og síðan hafi ríkt stefnuleysi.

Leggja þeir til að þráðurinn verði tekinn upp aftur þar sem frá var horfið fyrir rúmum 20 árum, þ.e. að skipulegt ræktunarstarf og eftirlit með fuglafánunni hefjist að nýju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert