Stjórn Ungra Vinstri grænna (UVG) fagna frumvarpi Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, um að fella úr gildi úr gildi lög 16/1938, sem heimila ófrjósemisaðgerðir á einstaklingum með þroskahömlun eða geðsjúkdóma.
Í tilkynningu frá UVG segir, að það veki furður stjórnar þess „að lögin, sem eru tímaskekkja og brjóta á mannréttindum fólks, séu enn í gildi hér á landi. Stjórn Ungra vinstri grænna hvetur því þingheim allan til þess að samþykkja frumvarpið einróma og fella lögin úr gildi.“
Telur stjórn UVG það liggja í augum uppi að lög, sem brjóta gegn mannréttindum þroskahamlaðra og þeirra sem glíma við geðsjúkdóma, eigi ekki heima í nútímasamfélagi.