Vatnsbætt nautahakk

Reuters

Í sex af átta teg­und­um nauta­hakks sem Matís gerði gæðakönn­un á í janú­ar var búið að bæta vatni við hakki. Í einu til­vik­anna kom það ekki fram á umbúðum. Gjarn­an er í slík­um til­vik­um bætt við kart­ö­flutrefj­um. Þrátt fyr­ir full­yrðing­ar um annað þá var hvorki soja­prótein né aðrar kjöt­teg­und­ir að finna í þeim pakkn­ing­um sem kannaðar voru.

Í fram­haldi af umræðum um gæði á nauta­hakki ákváðu Lands­sam­band kúa­bænda og Neyt­enda­sam­tök­in að gera gæðakönn­un á þess­ari vöru. Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðneytið styrkti verk­efnið að hluta. Matís sá um fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar, sem náði til átta teg­unda nauta­hakks.

Helstu niður­stöður eru eft­ir­far­andi:
Þrátt fyr­ir full­yrðing­ar um annað reynd­ist ekk­ert sýn­anna inni­halda aðrar kjöt­teg­und­ir en nauta­kjöt.
Ekki fannst soja­prótein í nein­um sýn­anna, en því hef­ur ein­mitt oft verið haldið fram að kjötiðnaðar­stöðvar drýgi nauta­hakk með soja­próteini.
Í sex sýn­um var viðbætt vatn og í einu til­vik­anna kom það ekki fram á umbúðum. Gjarn­an er í slík­um til­vik­um bætt við kart­ö­flutrefj­um. Fram kem­ur í skýrslu Matís að end­ur­skoða þurfi reglu­gerð um kjöt og kjötvör­ur og taka bæði sam­tök­in und­ir það. M.a. er bent á að reglu­gerðin sé óljós varðandi viðbætt vatn.
Það er skoðun Lands­sam­bands kúa­bænda og Neyt­enda­sam­tak­anna að ekki eigi að heim­ila að bæta öðrum efn­um í nauta­hakk, án þess að slíkt komi skýrt fram í vöru­heiti og inni­halds­lýs­ingu.
Í of mörg­um til­vik­um voru merk­ing­ar á umbúðum ekki í sam­ræmi við gild­andi regl­ur. Þessu verða kjötiðnaðar­stöðvar að kippa í liðinn taf­ar­laust.
Í einu til­viki er nafn­gift vör­unn­ar nauta­veislu­hakk. Matís bend­ir rétti­lega á að með slíkri nafn­gift sé gefið til kynna auk­in gæði. Því er óeðli­legt að í slíka vöru séu notaðar kart­ö­flutrefjar.
Í tveim­ur til­vik­um reynd­ist fitu­inni­hald meira en gefið er upp á umbúðum. Slíkt er að sjálf­sögðu óá­sætt­an­legt enda varðar það við lög.

„Það er niðurstaða skýrsl­unn­ar að flest­ir þætt­ir sem kannaðir voru varðandi nauta­hakk séu í lagi, þó eru nokk­ur atriði sem þarf að laga nú þegar. Þess­ar niður­stöður leysa op­in­bera eft­ir­litsaðila ekki á nokk­urn hátt frá þeirri skyldu sinni, að sjá til þess að ákvæði laga og reglna um mat­væli, sem og aðrar neyslu­vör­ur sé fram­fylgt," að því er seg­ir á vef Land­sam­bands kúa­bænda.

Sjá gæðakönn­un­ina í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert