Ríkið gæti átt yfir höfði sér málssókn frá þýska bankanum Deutsche Bank nái hugmyndir félagsmálaráðherra um afskriftir á bílalánum fram að ganga. Þýski bankinn er, samkvæmt því sem fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, stærsti lánveitandi fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar, sem færi líklega í þrot.
Stjórnvöld eru sögð meðvituð um þessa hættu, en telja sig geta komið í veg fyrir málssókn.