Fréttaskýring: Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri

Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á …
Mikill fjöldi sótti samkomuna sem haldin var í Hörpunni á fimmtudaginn þar sem kynntir voru möguleikar hússins til ráðstefnuhalds. Ómar Óskarsson

Aðstand­end­ur Ráðstefnu­skrif­stofu Íslands og Portus­ar ehf. boðuðu í vik­unni full­trúa 300 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins og ým­issa fagaðila til sam­komu í ný­bygg­ingu nýja tón­list­ar- og ráðstefnu­húss­ins Hörpu við Reykja­vík­ur­höfn til að kynna þeim mögu­leika sem Harpa skap­ar til alþjóðlegs ráðstefnu­halds hér­lend­is. Með sam­kom­unni var ætl­un­in að blása til stór­sókn­ar í þágu Hörp­unn­ar á alþjóðleg­um ráðstefnu­markaði.

Að sögn Pét­urs J. Ei­ríks­son­ar, stjórn­ar­for­manns Portus­ar, tókst sam­kom­an í alla staði mjög vel. Gest­ir hafi fyrst og fremst verið fólk sem hafi áhrif og sam­bönd í heimi fag­fé­laga og viðskipta­lífs og þeir hafi verið hvatt­ir til að koma Íslandi og Hörpu á fram­færi er­lend­is sem áhuga­verðum ráðstefn­ustað. „Harpa verður tek­in í gagnið í maí 2011. Húsið mun gjör­breyta öll­um for­send­um til ráðstefnu­halds á Íslandi enda aðstæður til slíkr­ar starf­semi með þeim glæsi­leg­ustu sem þekkj­ast,“ seg­ir Pét­ur.

Eft­ir miklu að slægj­ast

Um 20.000 manns komu til Íslands á ár­inu 2009 vegna ráðstefnu­halds eða tæp­lega 4% er­lendra ferðamanna hér á landi. Áætlað er að alþjóðleg­ur ráðstefnu­markaður velti jafn­v­irði yfir 1.500 millj­örðum ís­lenskra króna á ári. Hlut­ur Íslands í þeim „potti“ er ein­ung­is 0,3%. Þegar nýja tón­list­ar- og ráðstefnu­húsið Harpa verður tekið í notk­un gjör­breyt­ast for­send­ur Íslend­inga til að sækja fram á þess­um mik­il­væga markaði og auka veru­lega hlut sinn.

For­ráðamenn Hörpu segja að vax­andi áhugi sé fyr­ir ráðstefnu­haldi í Hörpu. Reynsl­an sýni að ráðstefn­um og fund­um fjölgi þegar stór­ar ráðstefnumiðstöðvar séu tekn­ar í gagnið.

Krist­ín Heim­is­dótt­ir, formaður Tann­rétt­inga­fé­lags Íslands, ávarpaði gesti í Hörpu í til­efni af því að ein þeirra ráðstefna, sem þegar er búið að bóka í húsið, er Evr­ópuþing tann­rétt­inga­sér­fræðinga árið 2013. Krist­ín fagnaði sér­stak­lega áræðni og fram­sýni þeirra sem stuðluðu að því að ljúka fram­kvæmd­um við tón­list­ar- og ráðstefnu­húsið.

„Þing­hald­inu fylg­ir eng­in fjár­hags­leg áhætta fyr­ir okk­ur en hins veg­ar þurf­um við á mörg­um fagaðilum að halda, svo sem lista­mönn­um, mat­reiðslu­mönn­um og tækni­fólki. Hingað koma um 2.000 manns og dvelja í viku­tíma á hót­el­um, borða á veit­inga­stöðum og skilja eft­ir gjald­eyri sem ís­lensk þjóð þarf svo sann­ar­lega á að halda,“ sagði Krist­ín.

Að sögn Pét­urs hafa fleiri stór­ir hóp­ar pantað húsið nú þegar, t.d. ætli vega­gerðar­menn að halda 1.300 manna ráðstefnu þar árið 2012.

AÐSTAÐAN 1. FLOKKS

Þrír sal­ir eru á ann­arri hæð og er tón­leika­sal­ur­inn stærst­ur.

Að auki eru tveir fund­ar­sal­ir á fyrstu hæð og átta minni fund­ar­her­bergi eru á fyrstu og fjórðu hæð. Stórt for­rými er á fyrstu og ann­arri hæð, sem nýt­ist vel fyr­ir sýn­ing­ar, mót­tök­ur og veisl­ur. Gott eld­hús verður í hús­inu, veit­ingastaður og út­sýn­is­b­ar á fjórðu hæð og kaffi­hús á fyrstu hæð.

Að sögn Pét­urs mun stærsti sal­ur­inn taka um 1600 manns en mis­mun­andi er hve minni sal­irn­ir rúma marga. Alls geta 3-4000 manns verið í hús­inu í einu.

„Það verður auðveld­lega hægt að vera með fleiri en eina ráðstefnu í gangi í hús­inu sam­tím­is.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert