Dorrit prjónar heimsins lengsta trefil

Dorrit hóf gerð trefilsins sem talið er að verði ár …
Dorrit hóf gerð trefilsins sem talið er að verði ár í vinnslu. Ljósmynd/ Víkurfréttir

Dorrit Moussaieff forsetafrú tók á menningarviku Grindavíkur í dag fyrstu lykkjurnar í trefli, sem ætlað er að koma í Heimsmetabókina. Til þess þarf trefillinn að verða 58 kílómetra langur. Áætlað er að eitt ár muni taka að ná treflinum í þá lengd og honum verði því lokið þegar menningarvika Grindavíkur verður sett á ný í mars á næsta ári.

Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum þegar Dorrit tók fyrstu handtökin við treflagerðina, en Grindvíkingar ætla að sameinast um að gera heimsins lengsta trefil og verður komið fyrir „treflaefni“ og prjónum á opinberum stöðum í Grindavík.

Menningarvika Grindavíkur hófst í dag og stendur til 20. mars. Dagskráin er  glæsileg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, en meðal þess sem boðið er upp á er prjónanámskeið, laugardagsganga, draumráðningar, myndlistarsýning barna og margt fleira.

Formleg setning hátíðarinnar fór fram í Saltfisksetrinu í dag kl. 14 með ávarpi bæjarstjóra og formanns menningar- og bókasafnsnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert