Níu af tíu mest seldu bjórtegundunum í hálfs lítra dósum í verslunum ÁTVR í fyrra voru bruggaðar innanlands. Neysla á innlendum bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár og nú er íslenski bjórinn orðinn meira en 70% af bjórsölu vínbúðanna.
Árið 2008 voru 68% af seldum bjór íslensk og hefur hlutfall innlendra framleiðenda á markaðnum vaxið jafnt og þétt frá 1998 er það var 52%.
Sölutölur í nýútkomnu Vínblaði fyrir 2009 sýna að Víkings Gylltur trónir sem fyrr í efsta sætinu yfir mest seldu bjórtegundirnar. Athygli vekur raunar að fjórar vinsælustu tegundirnar eru allar bruggaðar hjá Viking bruggi á Akureyri.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.