Kallað eftir breytingum til að auka skýrleika laganna

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF Hari

Guðjón Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, tel­ur sig ekki hafa orðið tví­saga í af­stöðu sinni til gjald­eyr­is­lán­anna, líkt og sagt var í frétta­tíma Stöðvar 2 í kvöld. 

Í yf­ir­lýs­ingu sem Guðjón sendi frá sér seg­ir:  „Vegna frétt­ar í kvöld­frétta­tíma Stöðvar 2 13. mars tel ég rétt að und­ir­strika að í þeirri um­sögn eldri sam­taka um vaxta­lög­in sem vísað er til í frétt­inni, er kallað eft­ir breyt­ing­um á frum­varp­inu til að auka skýr­leika lag­anna. Komið er á dag­inn að þar hafa eldri sam­tök haft nokkuð til síns máls. Ljóst er þó að lög­gjaf­inn deildi ekki áhyggj­um sam­tak­anna af þessu á sín­um tíma.Um­sögn­in er sam­in árið 2001 í tengsl­um við þing­lega meðferð frum­varps til vaxta­laga. Ekki er hægt að túlka hana svo að í henni fel­ist dóm­ur um það hvort skil­mál­ar ein­hverra lána fjár­mála­fyr­ir­tækja sem síðar komu til sög­unn­ar séu lög­leg­ir eða ólög­leg­ir, enda bera fjár­mála­fyr­ir­tæk­in sjálf ábyrgð á út­færslu sinna lána­samn­inga.


Í fyrr­greindri um­sögn er m.a. horft til at­huga­semda við viðkom­andi ákvæði í laga­frum­varp­inu sjálfu þar sem frum­varps­höf­und­arn­ir segja „All­ar þess­ar breyt­ing­ar vekja upp spurn­ing­ar um gild­is­svið og gagn­semi op­in­berra reglna um verðtrygg­ingu fjár­skuld­bind­inga.“  Óskýr­leiki lag­anna end­ur­spegl­ast í því nú að hafa með fárra mánaða milli­bili fallið tveir and­stæðir héraðsdóm­ar um lán í er­lendri mynt.


Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja telja brýnt að niður­stöður hæsta­rétt­ar í þess­um mál­um liggi fyr­ir sem fyrst og hafa hvatt Alþingi til lög­festa eins skjótt og verða má fyr­ir­liggj­andi frum­varp um flýtimeðferð dóms­mála á þessu sviði.  Ganga verður út frá því að fjár­mála­fyr­ir­tæki sem veitt hafa slík lán hafi talið þau byggja á lög­mæt­um grunni, enda hvíl­ir á þeim rík ábyrgð að fylgja lög­um og regl­um í sinni starf­semi. Nú er uppi ágrein­ing­ur um lög­mæti lán­anna og brýnt að úr hon­um verði skorið sem allra fyrst.„

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert