Vill afnema dráttarvexti

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst eftir helgina leggja fram frumvarp um afnám dráttarvaxta, tímabundið. Haft var eftir honum í fréttum Bylgjunnar að hann teldi vera þverpólitíska samstöðu um málið.

Illugi sagðist telja að miðað við gríðarlega skuldsetningu heimila landsins, og þróunarinnar að undanförnu, væri ekki skynsamlegt við þær aðstæður að beita dráttarvöxtum á þessar skuldir. Hægt væri að afnema dráttarvextina tímabundið, eða fram á mitt næsta ár. Ekki væri heldur skynsamlegt að pína meiri vexti út úr fólki ofan á þá vexti sem fyrir væru.

Illugi benti á að fjármálafyrirtækin fengju nú þegar mjög háa vexti, meiri en þau ættu að fá miðað við gang hagkerfisins. Tímabundin breyting á þessu myndi vissulega taka spón úr aski bankanna en mun mikilvægara væri að hjálpa til með heimilunum sem þau kæmust í eðlilega stöðu, það væri grundvöllurinn að endurreisn hagkerfisins.

„Þetta er réttlætismál," sagði Illugi í fréttum Bylgjunnar og taldi þverpólitíska samstöðu vera um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka