Engir samningafundir hafa verið boðaðir um nýjan Icesave samning við Breta og Hollendinga en íslensk stjórnvöld vonast til að af þeim geti orðið eftir helgina. Ágreiningur um grundvallarforsendur nýrra viðræðna hafa tafið framhaldið, kom fram í frétt Ríkisútvarpsins.
Ágreiningurinn olli því að engar formlegar viðræður hafa farið fram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um síðustu helgi. Óformleg samskipti hafa hins vegar verið á milli þjóðanna, samkvæmt frétt RÚV. Haft var eftir Guðmundi Árnasyni ráðuneytisstjóra, sem á sæti í samninganefnd Íslands, að viðræður hefðu tafist þar sem verið væri að skýra grundvöll fyrir frekari fundahöldum, eins og það var orðað.