Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra segir eignalánafyrirtækin hafa lánað fólki fyrir bifreiðum án þess að kanna greiðslugetu þeirra. Vill ráðherra, samkvæmt því sem kom fram í hádegisfréttum RÚV, að bílalán verði aðlöguð að verðmæti bifreiða. Ekki sé ástæða til að óttast lögsókn vegna breytinganna.
Unnið sé að því að bílalán verði afskrifuð að hluta, jafnvel niður að 110% af verðmæti bifreiða. Að sögn ráðherra hefur endanleg útfærsla þó ekki verið ákveðin, en að sínu mati sé eðlilegt að markaðsvirði bifreiða sé trygging fyrir bílalánum.