Verið er að skoða möguleika á að taka upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þá segir blaðið, að skilanefndir gömlu bankanna hafi freistað starfsmanna nýju bankanna með allt að þrisvar sinnum hærri launum en þeir hafa haft.
Blaðið segir, að bónuskerfi hafi ekki verið tekin upp í bönkunum síðan bankakerfið hrundi haustið 2008.. Gangi áform um nýtt kerfieftir muni bónuskerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf.
Haft er eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, að mikilvægt sé að halda launahvatakerfi
innan skynsamlegra marka og að þeir einir fái kaupauka sem eigi hann
skilið.