Steingrímur J. Sigfússon segir að hollensku og bresku samninganefndunum hafi verið boðið að koma til Íslands á áframhaldandi fundi um Icesave ef það henti.
Fundarstaðurinn sé hinsvegar aukaatriði á meðan menn hafa ekki komið sér saman um hvernig eigi að byrja upp á nýtt. Enn hefur ekki verið boðaður fundur síðan þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin og hefur gengið hægt að ná grundvelli um framhaldið.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.