Boltinn er hjá Íslendingum

Talsmaður Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, segir að boltinn …
Talsmaður Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, segir að boltinn sé hjá Íslendingum í Icesave-málinu.

Hol­lend­ing­ar og Bret­ar eru reiðubún­ir að taka að nýju upp viðræður við Íslend­inga um Ices­a­ve-skuld­ina en bíða eft­ir til­lögu Íslend­inga um skil­mála. Reu­ters frétt­stof­an hafði þetta eft­ir tals­manni hol­lenska fjár­málaráðherr­ans í dag.

Talsmaður­inn sagði að Íslend­ing­ar þyrftu að leggja fram heild­ar­til­lögu, sem tæki til­lit til hags­muna beggja, til þess að viðræður hæf­ust að nýju.

Þá bætti hann því við að Jan Kees de Jager, fjár­málaráðherra Hol­lands, og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra hafi ræðst við í síðustu viku. Þeir hafi orðið sam­mála um að bolt­inn væri Íslands­meg­in á vell­in­um eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna 6. mars s.l.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka