Um helgina var tekin fyrsta skóflustungan að 60-70 herbergja hóteli sem á að rísa við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlaður byggingartími hótelsins sem verður 3.200 fermetrar er 14 mánuðir samkvæmt vef Víkurfrétta.
Þar má sjá teikningu af hótelbyggingunni.
Fram kemur að byggingaraðili hótelsins sé Anton ehf. en rekstur hótelsins verði í samvinnu við Hótel Smára í Kópavogi. Byggingarstjóri er Gunnar Gunnarsson húsasmíðameistari, arkitekt er Kristinn Ragnarsson hjá KRark.