Í farbanni fyrir að hrista barn

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um móðir og fósturfaðir barns sæti farbanni til 6. apríl. Er maðurinn grunaður um að hafa hrist barnið og valdið því áverka.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, að barnið var lagt inn á Landspítala í ágúst á síðasta ári vegna hratt vaxandi höfuðmáls. Við rannsóknir á barninu vaknaði sterkur grunur um að barnið hafi orðið fyrir áverka, líklega hristingsáverka (Shaken Infant Syndrome). Áverkarnir voru taldir alvarlegir og kynnu að hafa í för með sér varanlegar heilsufarslegar afleiðingar.

Lögreglan yfirheyrði manninn, sem kannaðist við að hafa í nokkur skipti í leik hent barninu upp í loftið og gripið það. Eitt vitni sagðist hafa séð manninn hrista barnið með harkalegum hætti. 

Þá kemur fram í úrskurðinum að upplýsinga um manninn hafi verið aflað frá Interpol í Póllandi og hafi komið í ljós að hann sé þekktur þar í landi að líkamsárásarbrotum, fjársvikum, efnahagsbrotum og ölvunarakstri og sé eftirlýstur þar en maðurinn er pólskur.

Móðir barnsins er einnig erlend að uppruna. Segir í úrskurði héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, að nauðsynlegt sé að hún og barnið séuá landinu svo hægt sé að rannsaka afleiðingar ætlaðs brots og af hverju áverkarnir kunni að stafa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert