Afskriftirnar mestar á dýrum bílum á háum lánum

Mestar afskriftir bílalána verða á dýrum bílum sem keyptir voru á háum lánum, gangi hugmyndir félagsmálaráðherra eftir um að afskrifa lán umfram 110% af markaðsvirði bílanna. Þetta segja talsmenn þeirra sem lánuðu fyrir kaupunum.

Þeir forsvarsmenn eignaleigufyrirtækjanna sem rætt var við í gær segja að stórir og dýrir bílar hafi lækkað mest í verði, hvort heldur litið sé til prósentu- eða krónutölu.

Því muni þeir sem tóku hlutfallslega há lán til kaupa á slíkum bílum hagnast mest á slíku úrræði en það séu ekki endilega þeir sem eigi í mestu greiðsluerfiðleikunum.

Þeir sem á hinn bóginn hafi t.d. lagt fram eldri bíl eða sparifé upp í kaup á nýjum muni hins vegar margir sitja uppi með sömu skuld og áður.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert