Nýtt símfyrirtæki í apríl

Jeffrey Stark forstjóri IMC Íslandi, Sævar Þráinsson forstjóri Símans og …
Jeffrey Stark forstjóri IMC Íslandi, Sævar Þráinsson forstjóri Símans og Róbert Bragason framkvæmdastjóri Alterna í nóvember síðastliðnum þegar IMC undirritaði reikisamning við símann. Ljósmynd/Pjetur

Nýtt símafyrirtæki Alterna Tel, sem ætlaði að herja á markaðinn í janúar, hefur innreið sína í apríl. Undirbúningur hefur bæði gengið vel og illa, en nokkur hundruð manns nota nú síma frá félaginu án vandkvæða. Þetta segir Róbert Bragason, framkvæmdastjóri Alterna. Fyrirtækið vinnur þessa dagana við að ráða starfsfólk, en níu starfa þar í dag.

„Við viljum vanda okkur og prófa þjónustuna út um allt land áður en við förum af stað. Prófanir hafa komið mjög vel út og lítið álag á þjónustuverinu,“ segir hann.

IMC á Íslandi, systurfélag IMC; Alterna Tel, undirritaði í nóvemberlok samstarfssamning við Símann um aðgang að dreifikerfi hans. Samningurinn var þá sagður marka tímamót þar sem Síminn undirritar í fyrsta sinn svo viðamikinn samning um aðgang að farsímakerfinu við keppinaut á markaðnum.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í nóvember hefur IMC verið starfandi á Íslandi frá árinu 2000, en fyrst og fremst einbeitt sér að viðskiptum erlendis. Félagið er hluti af WorldCell-samsteypunni sem býður farsímaþjónustu í Evrópu, Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum, með alls um 430 reikisamninga í gangi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Washington í Bandaríkjunum og er móðurfélag bæði IMC og Alterna Tel. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins koma engir íslenskir fjárfestar nærri eignaraðild á Alterna Tel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka