Unnið að skráningu torfbæja á heimsminjaskrá

Byggingartækni torfbæjanna er talin einstök.
Byggingartækni torfbæjanna er talin einstök. Helgi Bjarnason

Heimsminjanefnd Íslands mun væntanlega gera grein fyrir fjórtán torfbæjum og kirkjum í yfirlitsskrá sem send verður UNESCO vegna hugmynda um skráningu íslenska torfbæjarins á heimsminjaskrá.

Tæknin sem notuð er við byggingu torfbæjanna er talin einstök á heimsvísu og hún verður aðalrökstuðningurinn fyrir umsókninni.

Unnið hefur verið að gerð yfirlitsskrár yfir menningar- og náttúruminjar sem Íslendingar hafa hug á að fá skráða á heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert