Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er lagt til að bannað verði „að krefja einstaklinga um dráttarvexti vegna ógreiddra peningakrafna sem þeir hafa stofnað til. Eftir sem áður skal þó heimilt að krefjast dráttarvaxta vegna skaðabótakrafna.“
Ákvæði er til bráðabirgða. Lagt er til að það taki gildi við setningu laganna og gildi til og með 30. júní 2011. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi. Þau eru:
Illugi Gunnarsson, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.