317.630 bjuggu hér um áramótin

Fólki fækkaði á Íslandi á síðasta ári í fyrsta sinn …
Fólki fækkaði á Íslandi á síðasta ári í fyrsta sinn frá lokum 19. aldar. mbl.is/Golli

Fólks­fækk­un varð á land­inu á ár­inu 2009 í fyrsta sinn frá lok­um 19. ald­ar. Þann 1. janú­ar 2010 voru 317.630 íbú­ar með fasta bú­setu á Íslandi, sam­an­borið við 319.368 ári áður. Fækk­un­in nem­ur hálfu pró­senti. Á síðustu fimm árum hef­ur fjölg­un lands­manna þó verið hlut­falls­lega ör eða 1,6% á ári að jafnaði.

Að sögn Hag­stof­unn­ar fækkaði fólki á öll­um landsvæðum á ár­inu 2009. Fækk­un­in varð mest á Aust­ur­landi og á Vest­ur­landi, en minnst á Norður­landi vestra, Vest­fjörðum og á höfuðborg­ar­svæðinu. Mann­fækk­un­in staf­ar af mikl­um bú­ferla­flutn­ing­um frá land­inu, að sögn Hag­stof­unn­ar.

Á und­an­förn­um fimm árum varð íbúa­fjölg­un­in mest á Suður­nesj­um, en á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­landi hef­ur fjölgað lít­il­lega meira en sem nem­ur landsmeðaltali, en lít­il­lega und­ir landsmeðaltali á Vest­ur­landi. Á Aust­ur­landi og Norður­landi eystra fjölgaði tals­vert minna en sem nem­ur landsmeðaltali. Á Vest­fjörðum og Norður­landi vestra varð fólks­fækk­un á síðustu fimm árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert