Formenn halda samstöðufund

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar mbl.is/Kristinn Ingvarsson

For­menn þing­flokk­anna munu funda í há­deg­inu á morg­un að frum­kvæði Birgittu Jóns­dótt­ur, for­manns þing­flokks Hreyf­ing­ar­inn­ar. Mark­mið fund­ar­ins er að fara yfir þau mál sem eru í þing­inu sem hægt er að ná þver­póli­tískri sátt og sam­stöðu um svo unnt sé að af­greiða þau með skjót­ari hætti.

Björg­in G. Sig­urðsson, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar seg­ist ánægður með þetta fram­tak Birgittu og von­ast til að á fund­in­um megi nálg­ast með mál­efna­leg­um hætti mörg þau mál sem í raun og veru sé nokkuð þver­póli­tísk samstaða um.

„Ég fagna þessu mjög og held að þetta geti orðið ár­ang­urs­ríkt upp­haf að betri sam­vinnu í þing­inu," seg­ir Björg­in. „Þetta get­ur von­andi orðið til þess að mörg mál verði af­greidd fyrr út úr þing­inu en ella, því stund­um stranda mál nú bara á þrákelkni og skot­grafa­stjórn­mál­um þrátt fyr­ir að í raun sé stutt í að hægt sé að ná ágæt­is sátt."

Björgvin Sigurðsson
Björg­vin Sig­urðsson
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert