Geri grein fyrir greiðanda

Greiðsluþátttaka Landsvirkjunar vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við virkjunaráform …
Greiðsluþátttaka Landsvirkjunar vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við virkjunaráform í Neðri-Þjórsá olli því að umhverfisráðherra staðfesti ekki aðalskipulag tveggja sveitarfélaga.

Skipu­lags­stofn­un hef­ur óskað eft­ir því að sveit­ar­stjórn­ir, sem senda inn aðal­skipu­lagstil­lög­ur til af­greiðslu, upp­lýsi fram­veg­is um hvort ein­hver ann­ar en sveit­ar­stjóður og Skipu­lags­sjóður hafi komið að greiðslu kostnaðar vegna gerðar til­lög­unn­ar.

Skipu­lags­stofn­un vek­ur at­hygli sveit­ar­stjórna á því að þann 29. janú­ar 2010 synjaði um­hverf­is­ráðherra staðfest­ingu aðal­skipu­lags Flóa­hrepps að hluta ann­ars veg­ar og aðal­skipu­lags­breyt­ing­ar í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi hins veg­ar. Ástæða þess að um­hverf­is­ráðherra synjaði um staðfest­ingu er sú að Lands­virkj­un hafði tekið þátt í kostnaði við aðal­skipu­lags­gerð.

Í af­greiðslu sinni vísaði um­hverf­is­ráðherra jafn­framt til þess að í úr­sk­urði sín­um frá 31. ág­úst 2009 hefði sam­gönguráðherra fjallað um þetta sama álita­efni og kom­ist að þeirri niður­stöðu að Flóa­hreppi hefði verið óheim­ilt að semja við Lands­virkj­un um greiðslu kostnaðar vegna vinnu við gerð aðal­skipu­lags.

„Að mati Skipu­lags­stofn­un­ar verður því að líta svo á að öðrum aðilum en sveit­ar­sjóði, og eft­ir at­vik­um Skipu­lags­sjóði, sé óheim­ilt að bera kostnað vegna gerðar aðal­skipu­lags,“ seg­ir í frétt Skipu­lags­stofn­un­ar. 

Frétt Skipu­lags­stofn­un­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert