Geri grein fyrir greiðanda

Greiðsluþátttaka Landsvirkjunar vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við virkjunaráform …
Greiðsluþátttaka Landsvirkjunar vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við virkjunaráform í Neðri-Þjórsá olli því að umhverfisráðherra staðfesti ekki aðalskipulag tveggja sveitarfélaga.

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir því að sveitarstjórnir, sem senda inn aðalskipulagstillögur til afgreiðslu, upplýsi framvegis um hvort einhver annar en sveitarstjóður og Skipulagssjóður hafi komið að greiðslu kostnaðar vegna gerðar tillögunnar.

Skipulagsstofnun vekur athygli sveitarstjórna á því að þann 29. janúar 2010 synjaði umhverfisráðherra staðfestingu aðalskipulags Flóahrepps að hluta annars vegar og aðalskipulagsbreytingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hins vegar. Ástæða þess að umhverfisráðherra synjaði um staðfestingu er sú að Landsvirkjun hafði tekið þátt í kostnaði við aðalskipulagsgerð.

Í afgreiðslu sinni vísaði umhverfisráðherra jafnframt til þess að í úrskurði sínum frá 31. ágúst 2009 hefði samgönguráðherra fjallað um þetta sama álitaefni og komist að þeirri niðurstöðu að Flóahreppi hefði verið óheimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar vegna vinnu við gerð aðalskipulags.

„Að mati Skipulagsstofnunar verður því að líta svo á að öðrum aðilum en sveitarsjóði, og eftir atvikum Skipulagssjóði, sé óheimilt að bera kostnað vegna gerðar aðalskipulags,“ segir í frétt Skipulagsstofnunar. 

Frétt Skipulagsstofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert