Hrina uppboða á húseignum á Selfossi í vikunni

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. Sigurður Jónsson

Tíu hús­eign­ir á Sel­fossi voru boðnar upp í gær­morg­un og tólf verða boðnar upp fyr­ir há­degið í dag. „Ekki verstu dag­arn­ir. Fleiri eign­ir hafa verið boðnar upp á ein­um degi,“ seg­ir sýslumaður.

Eng­in sér­stök ástæða er fyr­ir fjölda nauðung­ar­upp­boða á Sel­fossi um þess­ar mund­ir, að sögn Ólafs Helga Kjart­ans­son­ar sýslu­manns.

Spurður um hverj­ir hefðu keypt eign­irn­ar í gær seg­ir Ólaf­ur að það hafi helst verið lög­veðshaf­ar, en lög­veðskröf­um verður að koma í upp­boð inn­an tveggja ára. Svo eins og geng­ur voru það Íbúðalána­sjóður og bank­arn­ir.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert