Tíu húseignir á Selfossi voru boðnar upp í gærmorgun og tólf verða boðnar upp fyrir hádegið í dag. „Ekki verstu dagarnir. Fleiri eignir hafa verið boðnar upp á einum degi,“ segir sýslumaður.
Engin sérstök ástæða er fyrir fjölda nauðungaruppboða á Selfossi um þessar mundir, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns.
Spurður um hverjir hefðu keypt eignirnar í gær segir Ólafur að það hafi helst verið lögveðshafar, en lögveðskröfum verður að koma í uppboð innan tveggja ára. Svo eins og gengur voru það Íbúðalánasjóður og bankarnir.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.