Hundraða milljarða skattsvik

00:00
00:00

Stjórn­völd segja að rann­sókn á skatta­laga­brot­um í tengsl­um við banka hrunið hafi leitt í ljós, að tekj­ur sem nema hundruðum millj­arða króna hafa ekki verið tald­ar fram til skatts í banka­kerf­inu eins og lög gera ráð fyr­ir.  Aðallega eru um að ræða tekj­ur vegna af­leiðuviðskipta með hluta­bréf og gjald­eyri.

Þetta kom fram hjá Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra, og Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag.  Stein­grím­ur lagði áherslu á, að frum­varp um heim­ild til að frysta eign­ir verði af­greitt á þing­inu til að tryggja að hægt verði að heimta þetta fé.

Jó­hanna sagði að svo virt­ist sem svart skatt­kerfi hefði verið inni í bönk­un­um. Þau Jó­hanna og Stein­grím­ur sögðu, að þessi út­tekt sýndi að ærin þörf væri á að grípa til aðgerða. Verður embætti skatt­rann­sókna­stjóra eflt til að fylgja þess­um mál­um eft­ir og skipaður þar sér­stak­ur hóp­ur, sem mun telja allt að 20 manns.

Jó­hanna sagði, að tví­veg­is áður hafi farið fram út­tekt­ir, sem sýndu fram á að veru­lega þyrfti að taka til hönd­un­um í rann­sókn á und­an­skot­um frá skatti. Síðast hefði það verið gert fyr­ir fimm árum en ekki verið fylgt eft­ir. Sagði Jó­hanna, að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi ekki virst hafa haft áhuga á að fylgja þess­um mál­um eft­ir.  

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússonþ
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir og Stein­grím­ur J. Sig­fús­sonþ
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka