Icesave á ís

Stjórn og stjórnarandstaða fundaði í hádeginu með Lee Buchheit, formanni íslensku samninganefndarinnar. Svo virðist sem deiluaðilar eigi erfitt með að koma sér saman um á hvaða forsendum frekari viðræður fari fram. 

Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar áherslu á að viðræður við Breta og Hollendinga hæfust að nýju helgina eftir. Nú eru 10 dagar liðnir og enn eru aðilar ekki sestir að samningaborðinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert