Mótmæla við Íslandsbanka

Auglýsing frá samtökunum Nýtt Ísland.
Auglýsing frá samtökunum Nýtt Ísland.

Samtökin Nýtt Ísland ætla að mótmæla bílalánum fyrir utan Íslandsbanka á Kirkjusandi kl 12.15 í dag. Í fréttatilkynningu frá samtökunum stendur að Nýtt Ísland muni bjóða bankann upp með sérstöku uppboði. Engin ábyrgð verði tekin á uppboðinu.

„Fólk er hvatt til að fjölmenna fyrir utan bankann og þeyta flautur bifreiða sinna í hið minnsta þrjár mínútur til að mótmæla óréttlætinu í íslenska bankakerfinu.“

Samtökin, sem standa að heimasíðunni nyttisland.is, rita að á meðan Íslandsbanki hafi tekið stöðu gegn krónunni á efri hæðum bankans hafi skósveinar bílalánadeildarinnar tekið að útdeila lánum í erlendum myntkörfum til grandalausra lánatakenda sem sitji nú eftir með sárt ennið í skuldasúpunni: „Í dag er verið að afskrifa tugi milljarða króna til vina og þeirra sem tengdust útrásinni í gegnum spillt bankakerfi,“ fullyrða samtökin. 

Boðið verður uppá tónlistaratriði sem heitir hættum að borga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert