Mottur fyrir tólf milljónir

Tom Selleck lék Magnum á níunda áratugnum og skartar líka …
Tom Selleck lék Magnum á níunda áratugnum og skartar líka fínustu mottu. mbl.is/

Nú þegar nokkuð er liðið á mars er ekki aðeins far­inn að sjást ár­ang­ur af mottu­vexti í and­lit­um ís­lenskra karl­manna.  Átakið Mottumars sem var sett af stað á vefsíðunni karl­mennog­krabba­mein.is en það felst í því heita á karl­menn sem safna munu yf­ir­vara­skeggi, út þenn­an mánuð. Til­gang­ur átaks­ins er að safna pen­ing­um til rann­sókna á krabba­meini.

Þegar þetta er skrifað hafa safn­ast um 12 millj­ón­ir króna í áheit­um og fjöldi manna virðist hafa tekið áskor­un­inni og byrjað að safnað yf­ir­vara­skeggi.

 „Við get­um haft áhrif, því rann­sókn­ir sýna að koma má í veg fyr­ir að minnsta kosti eitt af hverj­um þrem­ur krabba­mein­um,“ seg­ir á vefsíðunni um átakið

Það lið sem sem hef­ur safnað mestu í áheit­um hingað til er lið lög­manns­stof­unn­ar Logos með 311.492 kr. í áheit­um. Tæp­um 100.000 krón­um meira en næsta lið, sem er lið Ari­on banka með 233.453. kr.

ein­stak­ling­ur sem nú hef­ur safnað mestu er Rún­ar Sig­urðsson úr með 253. 965 kr. í áheit. Um 80.000 krón­um meira en næsti maður Sveinn Magni Jens­son með 177.063 kr. í áheit.

Yf­ir­vara­skeggið er sagt tákn­rænt og með þessu, þ.e. mottu­söfn­un­inni, sé auðvelduð umræða um það sem erfitt er að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert