Níu uppboð á Selfossi í dag

Ölfusárbrú við Selfoss.
Ölfusárbrú við Selfoss. mbl.is/Sig. Jóns.

Níu fasteignir voru boðnar upp hjá sýslumanninum á Selfossi í dag, þar af ein lóð.  Til stóð að bjóða upp ellefu eignir í dag en eitt uppboð var afturkallað og eitt reyndist árangurslaust  að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns.

Aðspurður sagði hann sagði í einhverjum tilvikum búið að yfirgefa húsnæðið en í fæstum tilfellum væri búið í því húsnæði sem boðið var upp í morgun enda um ófullgert húsnæði að ræða. „Ég held það hafi bara verið á einum stað sem að einhver var heima í dag,“ sagði Ólafur en uppboðin fóru friðsamlega fram.

Þegar spurt var um kaupendur sagði Ólafur það í flestum tilfellum eigendur íbúðalána, en þeir voru stærstu kröfuhafar.

Aðspurður sagði Ólafur nokkur hlé hafa verið á uppboðum á Selfossi og vafasamt að hægt væri að tala um aukningu á fjölda uppboða þó hún gæti átt eftir að koma fram síðar. „En vissulega er alltaf dapurlegt þegar ætlanir manna enda með þessu hætti.“sagði sýslumaðurinn á Selfossi að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert