Þrír pólfarar saman í Vatnajökulsleiðangri

Þeir hafa allir farið á Norðurpólinn en ekki endilega tjaldað …
Þeir hafa allir farið á Norðurpólinn en ekki endilega tjaldað á sama stað og Haraldur. mbl.is/Einar Falur

Tveir af reyndustu pólförum heims eru nú á göngu yfir Vatnajökul með þriðja pólfaranum, Haraldi Erni Ólafssyni. Þeir lögðu upp á sunnudagsmorgun og komu í Grímsvötn í gær. Þaðan taka þeir strikið austur jökulinn og gera ráð fyrir að koma niður af honum til móts við Snæfell á föstudag.

Harald Örn þarf vart að kynna en hann hefur gengið á báða pólana, Everest-fjall, hæstu tinda hverrar heimsálfu og svo mætti áfram telja.

Børge Ousland var fyrstur til að ganga einn á Norðurpólinn, án utanaðkomandi aðstoðar og sá fyrsti til að ganga einn og óstuddur yfir Suðurskautslandið.

Erling Kagge skráði nafn sitt í sögubækurnar þegar hann var sá fyrsti til að komast á alla þrjá „pólana“, þ.e Norðurpólinn, Suðurpólinn og á tind Everest-fjalls, hæsta fjalls heims, en það kleif hann árið 1994. Þegar Kagge útskrifaðist sem lögfræðingur árið 1989 hafði hann þegar siglt tvisvar yfir Atlantshafið, farið fyrir Hornhöfða og til Suðurskautslandsins.

Hægt er að lesa um ferðina í pistlum Haraldar á mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert