Nítján þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Sjálfstæðisflokksi, leggja fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um að landið verði gert að einu kjördæmi. Fyrsti flutningsmaður er Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Samkvæmt upplýsingum frá Samfylkingunni er þetta í þriðja sinn sem frumvarp er flutt á Alþingi um að landið verði eitt kjördæmi. Héðinn Valdimarsson flutti frumvarp þess efnis árið 1927 og Guðmundur Árni Stefánsson, núverandi sendiherra, flutti frumvarp sama efnis um 70 árum síðar.