Dalvíkingar vilja veiða meira

Þorvaldur Örn Kristmundsson

At­vinnu­mála­nefnd Dal­vík­ur­byggðar skor­ar á sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og rík­is­stjórn að auka við þorskkvóta yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs: „Nefnd­in ít­rek­ar álykt­un sína frá 18. júní 2009 um þann vanda sem af því hlýst hve lítið má veiða af þorski. Ef ekki verður brugðist skjótt við er ljóst að fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki víða um land eru nauðbeygð til að grípa til lok­ana um lengri eða skemmri tíma með al­var­leg­um af­leiðing­um fyr­ir starfs­fólkið, fyr­ir­tæk­in og gjald­eyrisöfl­un þjóðarbús­ins,“ seg­ir í álykt­un nefnd­ar­inn­ar.

„Erfið staða efna­hags­mála, þröng kvót­astaða margra fyr­ir­tækja og óljós áform stjórn­valda um breyt­ing­ar á fisk­veiðilög­gjöf­inni magna upp óvissu í grein­inni sem veld­ur spennu víða um land. Menn vilja vinnufrið og efa­semdaradd­ir um að nú sé rétti tím­inn til að breyta verða sí­fellt há­vær­ari.

Dal­vík­ur­byggð á mikið und­ir því að stöðug­leiki ríki í sjáv­ar­út­vegi; stór hluti íbú­anna vinn­ur við sjáv­ar­út­veg þar sem fisk­vinnsla er snar þátt­ur í at­vinnu­starf­sem­inni. Ef ekki næst sátt milli aðila mun það hafa í för með sér langvar­andi deil­ur með til­heyr­andi óvissu og valda veru­leg­um skaða fyr­ir sjár­varpláss eins og Dal­vik­ur­byggð, og þjóðfé­lagið í heild.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka