Feeling Blue valin áfram af dómnefnd

Hjómsveitin Feeling Blue mun keppa á úrslitakvöldi Músíktilrauna.
Hjómsveitin Feeling Blue mun keppa á úrslitakvöldi Músíktilrauna. Ernir Eyjólfsson

Þriðja undanúrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Óperunni í kvöld. Að þessu sinni var það rokkbandið The Assassin of a Beautiful Brunette sem fékk flest atkvæði áhorfenda. Hljómsveitin Feeling Blue var hins vegar valin áfram af dómnefnd, en hljómsveitin samanstendur af Björgvini Atla Snorrasyni á gítarleikara og Svani Herbertssyni sem syngur og spilar á hljómborð, og svo  tölvu sem sér um restina af hljóðfæraleiknum.

Keppendur kvöldsins komu víðs vegar af landinu: Vík í Mýrdal, Selfossi, Hafnafirði og Akureyri svo eitthvað sé nefnt.

Fjórða og síðasta undanúrslitakvöld Músíktilrauna fer svo fram a morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert