Við það að skera framlag íslenskra kvikmyndasjóða nður um 240 milljónir kóna skv. fjárlögum 2010 mun greinin verða af fimm milljarða króna tekjum á árunum 2010-13. Svo segir m.a. í samantekt könnunar á fjármögnun 112 íslenskra kvikmyndaverka á árunum 2006-2009, sem kynnt var í dag.
Niðurskurður á framlögum ríkisins til íslenskrar kvikmyndagerðar mun valda Fagfélög kvikmyndagerðar létu í upphafi árs gera könnun á þvi hvaðan fjármunir til íslenskrar kvikmyndagerðar kæmu, í kjölfar mikillar umræðu um áhrif niðurskurðar ríkisins á framlögum til greinarinnar. Niðurstöður þessarar könnunar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær en könnunina gerðu Hilmar Sigurðsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Ólafur Arnarson blaðamaður og Anna María Sigurjónsdóttir, starfsmaður Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna.
Hilmar segir niðurstöður könnunarinnar koma að mörgu leyti á óvart og þá helst að erlent fjármagn í íslenskri kvikmyndagerð sé 44% af framleiðslukostnaði og að hlutfall opinberra aðila í heild, af þeim kostnaði, sé aðeins 22%.
„Svo er það fjöldi starfa sem í raun tapast í heildina við þennan niðurskurð, við áætlum að það séu 400 störf í heildina og þar af 100 í greininni sjálfri," segir Hilmar.
Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að greinin verði fyrir fimm milljarða króna tekjutapi í ár og á næstu þremur árum vegna skerts framlags til kvikmyndagerðar upp á 240 milljónir króna, skv. fjárlögum ársins 2010.
„Það er þekkt hvað verkefnum fækkar sem að þýðir að erlent fjármagn, erlend aðild að kvikmyndaverkefnum mun minnka," segir Hilmar. „Síðast en ekki síst, það sem er mikilvægast, er að framlag opinberra aðila er endurgreitt að fullu á framleiðslutíma verkefnanna," segir Hilmar. Því skili peningarnir sér aftur til ríkisins á framleiðslutímanum en ekki mörgum árum síðar. „Þetta er miklu styttri tími en við héldum að hann væri fyrirfram," segir Hilmar.
Könnunina í heild og glærur af blaðamannafundinum má finna á vef SÍK, producers.is.