Grjóthnullungur á fjölfarinni leið

Hér má sjá grjóthnullunginn.
Hér má sjá grjóthnullunginn.

Grjóthnullungur liggur á veginum um Kambanesskriður sem eru á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Búið er að hnika honum aðeins til svo bílar komast hjá. Vegagerðin bíður eftir gröfu svo hægt sé að fjarlægja hann af veginum. Þetta er stærsta gjót sem fallið hefur á veginn í árabil. 

Ari Guðmundsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, er á staðnum. Hann segir að hefði grjótið lent á bíl hefði fólk vart lifað það af. Um 250 bílar fari um veginn á degi hverjum á þessum árstíma. Hann væntir gröfunnar á næstu klukkustund.

Ari segir að líklegast fari um menn nú við þennan atburð. Vegagerðin hafi í gær klárað að gera við vegrið á fimmtíu metra kafla eftir grjótskriðu sem féll á veginn.

„100 til 150 metrum fyrir ofan veginn er klettabelti. Það virðist mikið sprungið,“ segir hann. Spurður segir hann fólk geta kosið að fara um Breiðdalsheiði - lengri leið. Hún sé fær en ekki mokuð. Mokstur hennar hafi lagst af um áramótin vegna sparnaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert