Íbúðalánasjóður á nú 570 íbúðir

Flestar íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru á Austurlandi.
Flestar íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru á Austurlandi. mbl.is/Golli

Íbúðalánasjóður á nú 570 íbúðir, samkvæmt tölum sem teknar voru saman fyrir fund fjárlaganefndar Alþings í gær. Holskefla íbúða á Austurlandi lenti á sjóðnum um síðustu mánaðamót, vegna þrots íbúðaleigufélags sem átti sjö stórar blokkir, fjórar á Reyðarfirði og þrjár á Egilsstöðum.

Við það eignaðist sjóðurinn 120 íbúðir á einu bretti, en alveg frá hruni haustið 2008 hefur íbúðum í eigu sjóðsins fjölgað mjög. Þannig átti Íbúðalánasjóður að sögn Guðmundar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, að jafnaði um og yfir fimmtíu íbúðir hverju sinni fram að hruni.

Flestar íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs eru á Austurlandi, 180 talsins. Á Suðurlandi á sjóðurinn tæplega hundrað íbúðir og sama fjölda íbúða á Suðurnesjum. Á öðrum stöðum á sjóðurinn færri eignir, t.d. aðeins 30 í Reykjavík.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert