Þrír heppnir Víkingalottóspilarar skiptu með sér potti kvöldsins og fékk hver um sig 66.399.728 krónur. Miðarnir voru seldir í Danmörku, Noregi og hér á Íslandi. Miðinn hér á landi var seldur hjá N1 í Borgartúni mánudagskvöldið 15. mars.
Þetta er í 17. skipti sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og í þriðja skipti á mjög stuttum tíma sem vinningurinn kemur til hingað til lands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá.
Þann 11. nóvember á síðasta ári vann heppin fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 107 milljónir og 20. janúar í ár var heppin fjölskylda á Akranesi sem vann tæpar 45 milljónir.