Krefjast aðgerða

Fram­kvæmda­stjórn Starfs­greina­sam­bands­ins krefst þess að alþing­is­menn taki hönd­um sam­an um end­ur­reisn efna­hags­kerf­is­ins, klári Ices­a­ve og setji hags­muni þjóðar­inn­ar í for­gang. Þetta kem­ur fram í álykt­un frá fram­kvæmda­stjórn­inni.

„Búðar­háls­virkj­un, end­ur­bygg­ing í Straums­vík, Ver­ne Hold­ing, Helgu­vík, Tón­list­ar­húsið, Reykja­vík­ur­borg - fram­kvæmd­ir, Fram­kvæmda­sýsl­an, ál­ver á Bakka, orku­ver tengt Bakka, Gagna­ver, Tom­hawk, Grund­ar­tangi, Koltrefja­verk­smiðja, papp­írs­verk­smiðja, 2 x orku­ver 200 MW.

Sjúkra­hús, tvö­föld­un Hval­fjarðaganga, Vaðala­heiðargöng, Suður­strand­ar­veg­ur, Sunda­braut, Vest­ur­lands­veg­ur. Vega­gerð á Sv-horni, Sam­göngumiðstöð. Þjón­ustu­rými fyr­ir aldraða var m.a. týnt til í minnsi­blaði frá 16. júní 2009 í tengsl­um við und­ir­rit­un Stöðug­leika­sátt­mál­ans.

Þetta eru fjár­fest­inga­verk­efni upp á 280 – 380 millj­arða króna á ári næstu 3 árin sem gætu skilað um 26 þúsund ár­s­verk­um á næstu árum, fram­kvæmd­ir sem mundu hafa veru­leg áhrif á efna­hags­fram­vindu næstu ára, tak­ist að koma ein­hverj­um hluta þeirra á legg," að því er seg­ir á vef Starfs­greina­sam­bands­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert