Leyft en ekki ávísun á veiði

Skötuselur
Skötuselur mbl.is

Sjávarútvegsráðherra leitaði ekki sérstaklega eftir áliti Hafrannsóknarstofnunar áður en hann lagði fram frumvarp um að auka veiði á skötusel um 2000 tonn. Stofnunin segir í svari við spurningum LÍÚ að að aukning aflans úr 2500 tonnum í 4500 tonn leiði að öllum líkindum til þess að mjög gangi á uppvaxandi árganga skötusels og stofninn fari hratt minnkandi. Hafrannsóknarstofnum muni því ráðleggja minni veiði við slíka veiði en ella.

Stofnunin vekur þó athygli á því að ráðherrann hafi aðeins þessa heimild til að leyfa þessa auknu veiði en sé ekki skuldbundinn til að nýta sér hana. Geri þann það gangi það gegn sjónarmiðum stofnunarinnar um að veiða umfram það sem hún ráðleggi og gegn sjónarmiðum um sjálfbæra nýtingu og ábyrgar fiskveiðar.

LÍÚ, Landsamband íslenskra útvegsmanna, segir núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, brjóta blað í sögu fiskveiðistjórnunar á Íslandi með því að óska eftir lagaheimild frá Alþingi til þess að fá að ofveiða tiltekinn fiskistofn, skötusel, sem nemi 80% umfram ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar.

„Þessi beiðni ráðherra er í algerri mótsögn við þá ímynd sem Ísland hefur skapað sér á meðal ábyrgra fiskveiðiþjóða. Þá er hún í fullkominni andstöðu við yfirlýstar áherslur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um mikilvægi sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda.“

Ráðuneytið og útvegsmenn hafa deilt hart vegna skötusels-frumvarpsins. Eins og greint var frá á mbl.is í gærmorgun gagnrýndi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið grein sem birtust á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna á föstudag. Er greinin hluti af ritröð LÍÚ um veiðar á skötusel.

„Þessi grein á það sammerkt með annarri umfjöllun samtakanna, að reynt er að gera ótrúverðugt heimildarákvæði um veiðar á skötusel, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun veita, verði frumvarp til laga um stjórn fiskveiða samþykkt á Alþingi," segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Í frumvarpinu fær ráðherrann leyfi til að ráðstafa þessum 2.000 tonnum af skökusel utan kvóta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert