Hvalveiðikvóti þessa árs verður sá sami í ár og í fyrra, 200 langreyðar og 200 hrefnur, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. Hafrannsóknastofnunin gaf út veiðiráðgjöf til fimm ára 27. janúar í fyrra og segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að stuðst sé við hana.
Á síðustu vertíð veiddi Hvalur h.f. 125 langreyðar af 150 langreyða kvóta sem fyrirtækið fékk úthlutað. Heimilt var að flytja 20% kvótans, eða 25 langreyðar yfir á næsta ár.
Í fyrra veiddust 81 hrefna á fimm báta. Þar af veiddu Hrefnuveiðimenn 69 hrefnur á tvo báta.