Vilja ekki sjá herþotuæfingar

Merki UVG
Merki UVG

Stjórn Ungra vinstri grænna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er algjörlega hafnað að íslensk stjórnvöld heimili starfsemi hollenska hernaðarfyrirtækisins E.C.A. Program á Íslandi sem hyggst leigja út orrustuþotur til heræfinga.

Þá er framsetning Fréttablaðsins á málinu í morgun gagnrýnd harðlega og sögð með ólíkindum,  þar sem hún sé í raun gagnrýnislaus auglýsing á kostum hervæðingar.

Þá segir í yfirlýsingunni:

„Stjórn Ungra vinstri grænna skorar á íslensk stjórnvöld að hafna tafarlaust beiðni fyrirtækisins um að hefja starfsemi hér á landi og gefa þannig skýr skilaboð um að Ísland leggist gegn hernaðarlegri uppbyggingu. Mögulegur fjárhagslegur ávinningur réttlætir ekki á nokkurn hátt að Íslendingar leggi blessun sína yfir hernað og stríð.

Þá ítrekar stjórn Ungra vinstri grænna andstöðu sína við hvers kyns hernaðartengda starfsemi á Íslandi og vonbrigði með að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi ekki bundið endi á heræfingar í landinu. Þátttaka Íslands í hernaðarbandalaginu NATO er með öllu óásættanleg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka