Eigendur ökutækja með skráningarnúmer sem enda á 1 þurfa að láta skoða farartækin fyrir 1. apríl næstkomandi, vilji þeir sleppa við 15 þúsund króna vanrækslugjald sem þá leggst á.
Sýslumannsembættið í Bolungarvík sér um innheimtu vanrækslugjaldsins fyrir ríkissjóð og frá því að lög um gjaldið tóku gildi fyrir tæpu ári hafa vel á þriðja hundrað milljónir króna komið í ríkiskassann vegna óskoðaðra farartækja. Hyggst sýslumaður á næstunni senda út beiðnir um nauðungarsölu þeirra bifreiða sem lengst hefur verið trassað að borga af.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.