Ætla að framkvæma fyrir 1725 milljónir

Íbúum hefur verið að fjölga í Vestmannaeyjum á ný eftir …
Íbúum hefur verið að fjölga í Vestmannaeyjum á ný eftir fækkun síðustu ára. mbl.lis/GSH

Í þriggja ára fjár­hags­áætl­un Vest­manna­eyja­bæj­ar er ráðgert að fram­kvæma fyr­ir 1725 millj­ón­ir til árs­ins 2013 eða tæpa hálfa millj­ón á íbúa. 

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri seg­ir að sum­ir kynnu að segja að það sé ekki kreppu brag­ur yfir þess­ari áætl­un en hann seg­ist ekki vera sam­mála því.  „Krepp­an er ein­mitt tími fram­kvæmda hjá hinu op­in­bera.  Í góðær­inu hagrædd­um við í eign­arsafni okk­ar og greidd­um lán okk­ar niður um 2,2 millj­arðar.  Þá var hins­veg­ar ekki fram­kvæmt.  Nú eru skuld­ir okk­ar við lána­stofn­an­ir ein­ung­is rúm­ar 300.000 á íbúa og fjár­hags­leg staða sterkt.  Því treyst­um við okk­ur nú til að fram­kvæma fyr­ir 1725 millj­ón­ir án lán­töku og án þess að ganga á höfuðstól eigna­safns okk­ar.“

Elliði sagði þegar hann mælti fyr­ir áætl­un­inni í bæj­ar­stjórn að Vest­manna­eyj­ar væri senni­lega það sveit­ar­fé­lag á Íslandi sem ætti hvað erfiðast með að áætla tekj­ur enda stæðu þær og féllu með gengi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem sann­ar­lega sveifl­ast eft­ir duttl­ung­um nátt­úr­unn­ar og annarra þátta sem stund­um er erfitt að spá fyr­ir um. Í áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir 2% hækk­un út­svar­stekna sem er nokkuð und­ir hækk­un síðustu ára.

Íbúum Vest­manna­eyja fjölgaði á ár­un­um 2008 og 2009 um 1,2%. Íbúar eru núna um 4135. Það sem af er ári 2010 hef­ur íbú­um enn fjölgað og seg­ir Elliði að von­ir stæðu til þess að fjölg­un­in haldi áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert