Ætla að framkvæma fyrir 1725 milljónir

Íbúum hefur verið að fjölga í Vestmannaeyjum á ný eftir …
Íbúum hefur verið að fjölga í Vestmannaeyjum á ný eftir fækkun síðustu ára. mbl.lis/GSH

Í þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar er ráðgert að framkvæma fyrir 1725 milljónir til ársins 2013 eða tæpa hálfa milljón á íbúa. 

Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að sumir kynnu að segja að það sé ekki kreppu bragur yfir þessari áætlun en hann segist ekki vera sammála því.  „Kreppan er einmitt tími framkvæmda hjá hinu opinbera.  Í góðærinu hagræddum við í eignarsafni okkar og greiddum lán okkar niður um 2,2 milljarðar.  Þá var hinsvegar ekki framkvæmt.  Nú eru skuldir okkar við lánastofnanir einungis rúmar 300.000 á íbúa og fjárhagsleg staða sterkt.  Því treystum við okkur nú til að framkvæma fyrir 1725 milljónir án lántöku og án þess að ganga á höfuðstól eignasafns okkar.“

Elliði sagði þegar hann mælti fyrir áætluninni í bæjarstjórn að Vestmannaeyjar væri sennilega það sveitarfélag á Íslandi sem ætti hvað erfiðast með að áætla tekjur enda stæðu þær og féllu með gengi sjávarútvegsfyrirtækja sem sannarlega sveiflast eftir duttlungum náttúrunnar og annarra þátta sem stundum er erfitt að spá fyrir um. Í áætluninni er gert ráð fyrir 2% hækkun útsvarstekna sem er nokkuð undir hækkun síðustu ára.

Íbúum Vestmannaeyja fjölgaði á árunum 2008 og 2009 um 1,2%. Íbúar eru núna um 4135. Það sem af er ári 2010 hefur íbúum enn fjölgað og segir Elliði að vonir stæðu til þess að fjölgunin haldi áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka