Dalvíkingar vilja þorsk

Frystihúsið á Dalvík er eitt fullkomnasta frystihús landsins en miklar …
Frystihúsið á Dalvík er eitt fullkomnasta frystihús landsins en miklar endurbætur hafa á síðastliðnum árum verið gerðar þar Kristján Kristjánsson

Ef þorskkvóti verður ekki auk­inn er ljóst að  fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki víða um land eru nauðbeygð til að grípa til lok­ana um lengri eða skemmri tíma. Þetta seg­ir at­vinnu­mála­nefnd Dal­vík­ur­byggðar sem skor­ar á sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og rík­is­stjórn að auka við þorskkvóta yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs.

Dal­vík­ing­ar segja að lok­an­ir fisk­vinnslu­húsa myndu hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir starfs­fólkið, fyr­ir­tæk­in og gjald­eyrisöfl­un þjóðarbús­ins. 

„Erfið staða efna­hags­mála, þröng kvót­astaða margra fyr­ir­tækja og óljós áform stjórn­valda um breyt­ing­ar á fisk­veiðilög­gjöf­inni magna upp óvissu í grein­inni sem veld­ur spennu víða um land. Menn vilja vinnufrið og efa­semdaradd­ir um að nú sé rétti tím­inn til að breyta verða sí­fellt há­vær­ari,“ seg­ir í álykt­un at­vinnu­mála­nefnd­ar Dal­vík­ur­byggðar.

Þar seg­ir enn­frem­ur að sveit­ar­fé­lagið eigi mikið und­ir því að stöðug­leiki ríki í sjáv­ar­út­vegi; stór hluti íbú­anna vinni við sjáv­ar­út­veg þar sem fisk­vinnsla er snar þátt­ur í at­vinnu­starf­sem­inni. Ef ekki ná­ist sátt milli aðila mun það hafa í för með sér langvar­andi deil­ur með til­heyr­andi óvissu og valda veru­leg­um skaða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert