Erfitt að hefja viðræður aftur

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það hefur ekki reynst eins auðvelt að koma [Icesave-viðræðunum] af stað aftur og við höfðum vonað,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Hann segir skýringuna á því að ekki hafi tekist að koma formlegum viðræðum af stað aftur, hugsanlega liggja í því að Bretar og Hollendingar séu óhressir með að ekki hafi tekist að ljúka málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Hins vegar segir Steingrímur að síðustu daga hafi verið talsvert um óformlega samskipti vegna Iceave-málsins; t.d. samtöl milli ráðherra landanna og óformlegar viðræður milli samninganefndanna. 

Síðar í dag mun Steingrímur funda með nokkrum þeim úr samninganefndinni sem staddir eru hér á landi, „til að fá nýjustu fréttir af málinu“. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær, né hvort, samninganefndin fari utan aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert