Íslensk kona handtekin í Perú

Íslensk kona var handtekin á flugvellinum í Lima í Perú sl. sunnudag, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Konan var með eiturlyf í fórum sínum og er í haldi yfirvalda.

Urður segir að utanríkisráðuneytið sé í sambandi við fjölskyldu konunnar og ræðismann Íslands í Lima til þess að tryggja að henni verði skipaður lögfræðingur og að aðstæður hennar í fangelsinu séu í lagi. „Það er verið að vinna í þessu,“ segir Urður.

Samkvæmt frétt blaðsins Ojo var konan, sem er er á fertugsaldri, handtekin á Jorge Chavez flugvellinum þar sem hún að fara til Noregs. Reyndist hún vera með rúm tvö kg af kókaíni í fórum sínum.

Frétt Ojo um málið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert